Námskeiðið byggir á tíu þrepum og eru sótt í geðorðin tíu. Unnið er með hvert þrep og þátttakendur tengja hvert þrep eigin persónu og lífsstíl.

Þáttakendur vinna einstaklings­verkefni og í hópum og gera að lokum skrifleg markmið/áætlun þar sem þeir velja sér geðorð sem þeir ætla að „innleiða“ í líf sitt í leik og starfi.

Geðorðin eru byggð á því sem einkennir farsælt fólk og eru þannig ábendingar til þeirra sem sækjast eftir velgengni og vellíðan í lífinu. Geðorðunum hefur verið dreift víða um land á undanförnum árum á veggspjöldum og póstkortum.

Geðorðin 10

  1. Hugsaðu jákvætt, það er léttara
  2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um
  3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir
  4. Lærðu af mistökum þínum
  5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina
  6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu
  7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig
  8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup
  9. Finndu og ræktaðu hæfileika þína
  10. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast

Hér getur þú sent skilaboð til mín

Til baka í:

Námskeið í sjálfsrækt og lífsleikni
Öll námskeiðin