Vinnan er stór hluti af lífi okkar og vellíðan á vinnustað skiptir máli fyrir lífsgæði okkar almennt. Á námskeiðinu er fjallað um viðhorf til verkefna, vinnustaðarins og vinnufélaga.
Rætt er um samskiptahætti, hollustu, tilhlökkun og skipulag verkefna. ,,Hvaða strauma sendir þú frá þér?“ er spurning sem þátttakendur vinna með. Sérstaklega er unnið með hrós og endurgjöf og fleiri leiðir til að hlúa að góðu andrúmslofti / vinnustaðamenningu. Endurteknar breytingar og aukið álag getur komið niður á starfsánægju ef ekki er unnið með líðan og viðhorf starfsmanna.
Ánægðir starfsmenn sem hafa metnað fyrir hönd vinnustaðarins skila betra verki og sterk liðsheild gerir lífið skemmtilegra!
Hér getur þú sent skilaboð til mín
Til baka í: