Sigríður Hulda kom, sá og sigraði.

Sigríður Hulda er sagnakona sem veitt okkur starfsmönnum Innri endurskoðunar Landsbankans innsæi, þekkingu og skilning á virkri hlustun. Hún kenndi okkur tæknina en kom okkur líka í skilningi um mikilvægi sjálfsþekkingar og sjálfsstjórnar ef maður vill geta beitt virkri hlustun til að stuðla að árangursríkum samskiptum.

Leiðsögn Sigríðar Huldu var allt í senn fróðleg, hagnýt og skemmtileg.

Kristín Baldursdóttir
Innri endurskoðandi Landsbankans


Sigríður Hulda var með fyrirlestur fyrir samninganefndir og trúnaðarmenn Verkfræðingafélgsins.

Við vorum öll sammála um að hún hafi veitt okkur nýja sýn og komið með marga þarfa punkta, sem sannarlega eiga eftir að nýtast okkur til góðs árangurs í samningalotunni sem er framundan.

Sigríður Hulda er lifandi og skemmtilegur fyrirlesari, námskeiðið „Vellíðan og árangur, samtalstækni og virk hlustun“ er bæði gagnlegt og hagnýtt
námskeið sem nýtist vel í leik og starfi.

Hulda og Ingibjörg
Verkfræðingafélag Íslands


„Eitt skemmtilegasta námskeið sem ég hef farið á mjög lengi“  
starfsmenn Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins

„Sigríður Hulda náði hópnum strax og hélt athyglinni allan tímann. Hún var mannleg og skemmtileg og náði að tengja okkur við svo marga hluti“
Helga Halldórsdóttir
verkefnisstjóri mannauðs og tækni RML

„Í rútuferðinni seinna um daginn notuð menn ýmis orðatiltæki og setningar sem Sigríður Hulda notaði og tengdust svo vel í okkar hóp“
starfsmenn Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins

„Sigríður Hulda var með skemmtilega nálgun á vellíðan á vinnustað, samvinnu, teymisvinnu og vinnustaðamenningu. Get 100% mælt með námskeiðum frá henni“

Helga Halldórsdóttir
verkefnisstjóri mannauðs og tækni RML


„Námskeiðið hennar Sigríðar Huldu, Hvað skapar vellíðan?  hitti starfshópinn okkar alveg beint í mark. Fyrirlesturinn var hnitmiðaður og einstaklega vel fluttur, fékk fólk til að hugsa og horfa á tilveruna  frá nýju sjónarmiði. Spjall, léttleiki og gleði einkenndi kennsluna og skilaði sér alla leið til starfsmanna.“

Regína Ásvaldsdóttir
bæjarstjóri Mosfellsbæjar
Hanna Guðlaugsdóttir
mannauðsstjóri Mosfellsbæjar

.

„Sigríður Hulda hélt námskeiðið   Árangursrík samskipti   fyrir stjórnendur með mannaforráð. Námskeiðið var mjög áhugavert og hópavinna mjög virk. Sýn Sigríðar var að auki mjög góð á þetta málefni og hún skilaði sínu fyllilega til okkar. Í hópavinnunni fengu starfsmenn að horfa inn á við með það að markmiðið að efla eigin samskiptafærni.“

Magni Helgason
mannauðsstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum

 

“Sigríður Hulda hélt námskeið fyrir starfsfólk um starfsgleði, styrkleika í starfi, hvaða áhrif viðhorf hafa á samskipti á vinnustað og mikilvægi þess að viðhalda ástríðu fyrir starfi sínu.

Hún fjallaði einnig um hvernig við tökum á áskorunum og hvaða markmið við viljum setja okkur í starfi.
Sigríður Hulda er skemmtilegur og fær fyrirlesari sem nær að halda athygli þátttakanda vel. Hún kemur með ferskan vinkil á mikilvæg mál og það var einróma ánægja þátttakenda með námskeiðið. “

Elvar Jónsson
skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands

 

„Sigríður Hulda kom eins og ferskur sunnanvindur með gleði og næma tilfinnningu fyrir hópnum.  Fjallaði um samskipti á vinnustað á einkar skemmtilegan og lifandi hátt.  Andrúmsloftið í salnum var jákvætt og allir með á nótunum, staðráðnir í að standa sig, með gleði, samtarfsvilja og færni í samskiptum að leiðarljósi!”

Jón Þór Brandsson
Sjúkraþjálfaranum í Hafnarfirði

 

,,Sigríður Hulda var með mjög gott og gagnlegt námskeið til okkar um viðhorf og starfsgleði. Yfirferðin var þétt og uppörvandi og hún náði mjög vel til þátttakenda.
Hópavinnan var vel fléttuð inn í námskeiðið og voru því þátttakendur virkir.
Sigríður Hulda gerði þetta vel.”

Hildur Ösp Gylfadóttir
mannauðs- og fjármálastjóri Fiskistofu

 

,,Sigríður Hulda kom í Flensborg og var fljót að ná sambandi við starfsmannahópinn og halda athygli hans. Hún var snögg að byggja upp traust enda búin að starfa i framhaldsskóla svo árum skiptir.

Í máli sínu tók hún á fjölda mála sem snerta vinnustaði og sýndi næman skilning á áhorfendum sínum og því hvernig best var að nálgast þá.”

Magnús Þorkelsson
skólameistari Flensborgarskóla

 

“Sigríður Hulda kom til okkar í Áslandsskóla með innleggið „Er gaman í vinnunni?“.

Framsetning var hnitmiðuð, fagleg, áhugaverð og ákaflega skemmtileg.  Hún náði góðum samskiptum við hópinn og vakti fólk til umhugsunar og umræðna, t.d. um að allir starfsmenn bera ábyrgð á starfsanda á vinnustaðnum.

Sannarlega uppbyggjandi og lærdómsríkt innlegg.”

Leifur S. Garðarsson
skólastjóri Áslandsskóla

 

“Sigríður Hulda hittir beint í mark. Hún hefur virkilega áhrif á fólk. Starfsmenn allir eru glimrandi ánægðir með fyrirlesturinn og margir hafa talað um að þeir ætli að minna sig á ýmislegt sem hún fór í gegnum með okkur. Hún er virkilega frábær í starfsmannahópinn.”

Hrönn Bergþórsdóttir
skólastjóri Víðistaðaskóla

 

“Með betri námskeiðum af þessu tagi.
Fyrirlesarinn lifandi og skemmtilegur, sem miðlaði jákvæðni, líka þegar umræða var um erfið samskiptamál.”

Helga Kristín Kolbeins
skólameistari framhaldsskólans í Vestmannaeyjum

 

„Sigríður Hulda kom til okkar á starfsgleðidag hjá Umslagi og hélt svo sannarlega vel utan um hópinn með líflegri framkomu. Krefjandi verkefni sem voru sett fyrir hópinn og líflegar umræður sem mynduðust ásamt markmiðum sem hver og einn starfsmaður setti sér. Mælum hiklaust með Sigríðu Huldu“

Sölvi Sveinbjörnsson,
framkvæmdastjóri Umslags ehf.

 

Sigríður Hulda hélt fyrirlestur um vellíðan á vinnustað og starfsgleði fyrir starfsmenn í stjórnsýslu og stoðþjónustu Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands á fræðsludegi starfsfólks. Sigríður náði mjög vel til starfsmanna og var almenn ánægja meðal þeirra. Fyrirlesturinn var hvetjandi, fróðlegur og skemmtilegur. Hún varpaði fram spurningum til íhugunar og umræðu sem var mjög gagnlegt.
Takk fyrir okkur,
Vilborg Lofts
rekstrarstjóri Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

 

,,Sigríður Hulda er mjög hæfur fyrirlesari sem tekst að koma efninu til skila á myndrænan og lifandi hátt. Henni tekst auðveldlega að fá þátttakendur í lið með sér og er fljót að koma auga á jákvæða þætti í fari hvers og eins. Tíminn er sannarlega fljótur að líða með henni.

Námskeiðið var gagnlegt og hvetur fólk til þess að íhuga sína styrkleika og veikleika. Bent er á hluti sem eftir á að hyggja eru augljósir og gott að dusta rykið af. Jafnframt er bent á ýmsar leiðir til lausnar vandamála.”

Kristín Halldórsdóttir
mjólkurbússtjóri

 

Actavis,,Sigríður Hulda var með fyrirlestur hjá okkur um mikilvægi góðra samskipta og jákvæðra viðhorfa. Þátttakendur höfðu bæði gagn og gaman af.
Sigríður Hulda kom efninu mjög vel frá sér á líflegan og skemmtilegan hátt og ljóst er að hún hefur góða þekkingu á efninu. Hún náði einnig að virkja þátttakendur í stutt verkefni og skildi hópinn eftir með bros á vör og hvatningu til að huga enn betur að eigin viðhorfum og samskiptastíl.”

Erna Agnarsdóttir,
HR Manager
starfsmannasviði Actavis á Íslandi

 

Fjolbrautaskolinn Armula,,Sigríður Hulda bauð upp á námskeiðið, Árangursrík samskipti, fyrir starfsfólk Fjölbrautaskólans við Ármúla og það er óhætt að fullyrða að námskeiðið stóð svo sannarlega undir væntingum.
Sigríður Hulda var einstaklega líflegur fyrirlesari sem notaði fjölbreyttar aðferðir til að ná til hópsins. Hún nálgaðist efnið af fagmennsku og öryggi. Efnið var einstaklega vel framsett og áhugaverðar spurningar voru settar fram sem komu af stað líflegri umræðu.
Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir öll fyrirtæki.”

Steinn Jóhannsson
skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla

 

Eimskip,,Sigríður Hulda hélt mjög áhugavert og gagnlegt erindi um markmiðasetningu fyrir starfsmenn Eimskips.

Hún kom ótal góðum punktum til skila á stuttum tíma og fékk mann til þess að setja sér raunhæf og mælanleg markmið.”

Sif Svavarsdóttir
fræðslustjóri EIMSKIP

 

Toyota* Faglegt,  hnitmiðað og skemmtilegt námskeið. Sigríður Hulda var frábær, flott rödd, lifandi og skilmerkileg framsögn. Ég græddi mikið á þessu.

  • Námskeiðið var mjög gott og mannbætandi. Eykur sjálfstraust og samstarf við vinnufélaga. Gagnkvæm virðing við vinnufélagana og virðing við viðskiptavininn.  Þjónustulundin lengi lifi.

     

  • Þetta var frábært námskeið, fróðlegt og skemmtilegt. Sigríður setur þetta mjög skemmtilega fram og er sjálf mjög skemmtileg manneskja. Ég gef henni 10 af 10.

  • Mér fannst þetta frábært námskeið, nauðsynlegt að rifja upp og viðhalda manni í starfi, fær mann til að hugsa um hvað maður gæti verið að gera rangt og hvað maður geti gert betur.

  • Þetta námskeið var frábært að öllu leiti, margt hægt að læra af því fyrir reynslubolta eins og mig.

Stjórnendur og starfsmenn þjónustusviðs TOYOTA



Stjórnendur Nýherja og dótturfyrirtækja um námskeiðið Krefjandi viðskiptavinir:

Með betri námskeiðum sem ég hef farið á, leiðbeinandi hress og kom efni vel frá sér. Gott að ræða við vinnufélaga um viðmót við viðskiptavini okkar. Kom margt mjög áhugavert fram.

Starfsmenn Nýherja og dótturfyrirtækja um námskeiðið Undirbúningur fyrir frammistöðusamtöl:

  • Frábær leiðbeinandi, hvetjandi og skemmtileg.
  • Ég sé það núna að það er nauðsynlegt að fara á svona námskeið til undirbúnings fyrir starfsmannaviðtal við yfirmann.
  • Leiðbeinandinn var frábær, kom öllu vel til skila og hafði útgeislun, sem gefur öllu aukið gildi.
  • Leiðbeinandinn fær toppeinkunn fyrir skemmtilega nálgun.

,,Námskeiðið lyfti fram mörgum áhugaverðum lykilatriðum  um hvernig grundvallarafstaða starfsmanns til eigin starfs, starfsfélaga og vinnustaðarins almennt getur mótað starfsanda og líðan til góðs og ills. Ég held að margir hafi setið eftir með þessa tilfinningu: Jú –  ég get haft áhrif – og ég ber mína ábyrgð á því að starfsandi á mínum vinnustað sé þannig að þar sé gott að vera.”

Björn Þorsteinsson
rektor Landbúnaðarháskóla Íslands

 

,,Fyrirlesturinn hjá Sigríði Huldu var mjög góður og gagnlegur. Hún vekur mann til umhugsunar um eigið líf og starf og hittir á réttu (veiku) punktana hjá manni. Fyrirlesturinn dregur fram neikvæð atriði sem fólk temur sér almennt í hugsun og gjörðum sem beinar afleiðingar streitu og bendir á hættumerkin. En um leið eru á uppbyggjandi og jákvæðan hátt gefin gagnleg ráð til að taka til í lífinu jafnt í starfi sem og einkalífi.”

Margrét Sigurjónsdóttir
umsjón endurmenntunar starfsmanna hjá Iceland Travel

 

,,Sigríður Hulda er lifandi og skemmtileg í framsögn. Hún náði strax athygli hópsins og hélt henni allan tímann. Námsmkeiðið var mjög uppbyggjandi og lærdómsríkt, góð tenging á fræðum og raunveruleika.”

Elva Jóna Gylfadóttir
starfsþróunarstjóri HB Grandi

 

,,Sigríður Hulda er einkar fær fyrirlesari. Hún er fljót að skilja þarfir viðskiptavinarins og leggur mikið upp úr að mæta með það efni sem passar hverju sinni. Hún tengist hópnum á afslappaðan máta og nær halda athygli hans frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Sigríður Hulda nær að hrista þannig upp í fólki að þátttakendur eiga auðvelt með að líta í eigin barm og greina tækifæri til að gera betur.
Og að námskeiði loknu, hungrar fólk í næsta námskeið með henni.”

Heba Soffía Björnsdóttir,
deildarstjóri heilbrigðisvísindasviðs HÍ

 

,,Ég var mjög ánægð með námskeið Sigríðar Huldu fyrir starfsmenn Atlantsolíu. Efnið var mjög gott, nálgun Sigríðar og undirbúningur til fyrirmyndar og allir voru einstaklega ánægðir með daginn. Námskeiðið var uppbyggilegt og skemmtilegt námskeið, mjög gott andrúmsloft.  Við erum afar ánægð með hvernig til tókst.”

Rakel Björg Guðmundsdóttir
þjónustustjóri Atlantsolíu

 

,,Fyrirlestur Sigríðar Huldu var afar faglegur og vel ígrundaður sem þeir sem starfa að mannauðsmálum geta tengt vel við. Við vorum mjög ánægð með daginn.”

Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir
Mannauðsráðgjafi
mannauðsdeild Reykjavíkurborgar

 

,,Sigríður Hulda er opinn og skemmtilegur fyrirlesari sem kann að hrífa fólk með sér og skapa gott andrúmsloft. Hún kenndi okkur að kryfja samskiptamynstur okkar og leitast við að greina hismið frá kjarnanum. Allt lífið snýst um samskipti og við erum mun leiknari í þeim eftir námskeiðið.”

Guðrún Gísladóttir, skrifstofustjóri / Director General
Skrifstofa innri þjónustu og rekstrar / Department of Administration
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Svör þátttakenda/verkkaupa við spurningunni: Hvernig fannst þér námskeiðið?

  • Umræðurnar um hvernig hægt er að takast á við erfið mál
  • Góð yfirferð og lífleg framsetning
  • Frábær fyrirlesari og mjög gagnlegt efni
  • Mjög raunverulegt efni og dæmi
  • Fróðlegt og mikið af nýju efni sem nýtist vel
  • Frábær eldmóður í fyrirlesara
  • Tengdi vel við minn vinnustað og umhverfi
  • Áhugavert efni og vel sett fram
  • Fyrirlesarinn þekkti leikskólaumhverfið og hafði áhuga
  • Frábær fyrirlesari með gagnlegt efni
  • Leiðbeinandi lifandi og náði vel til fólksins
  • Beinskeittur leiðbeinandi talaði beint út og góðar glærur
  • Krefjandi viðfangsefni
  • Frábært og mjög gagnlegt
  • Að við fengum að tala saman
  • Gagnlegt námskeið margt hægt að nýta
  • Allt, efni, framsetning fyrirlesari frábær
  • Vel undirbúið- góður leiðbeinandi
  • Mjög hagnýtt, leiðbeinandi hafði þekkingu á starfsmannastefnu
  • Hitti beint í mark, leiðbeinandinn með góð dæmi, skemmtilegt
  • Mjög gagnlegt, upplýsingar fyrir stjórnendur, góð tengsl við leikskólaumhverfi
  • Gagnlegt og nýtist beint í starfið, margar setningar sem gagnast strax
  • Vel fram sett og skipulagt
  • Kennarinn kröftugur og hvetjandi
  • Framsetning góð og markviss
  • Leiðbeinandi frábær skýr í framsetningu og með einstakt innsæi
  • Mjög skeleggur kennari, allt áhugavert
  • Vel aðlagað að mínum þörfum og væntingum
  • Var ánægð með allt og verður mjög gagnlegt fyrir mig
  • Opin tjáning og verkleg verkefni með umræðu
  • Upplýsandi gaf yfirsýn sem hjálpar að greina einkenni góðra/slæmra samskipta
  • Að fara út með verkefni til að fylgja eftir
  • Mér finnst það markvisst og svaraði mjög mörgum spurningum
  • Gaman að hugsa um hvernig maður bregst við mismunandi aðstæðum
  • Fékk mann til að hugsa og íhuga
  • Jákvæðni
  • Nálgunin, umræðurnar og verkefnin
  • Góð sjálfsskoðun og gott að sjá hvað maður getur bætt sig
  • Léttleiki opin umræða og upplýsandi
  • Mjög gagnlegt og góð ráð
  • Læra að hafa trú á sjálfri sér ekki hlusta á neikæða páfagaukinn og að kunna taka gagnrýni
  • Kom mér til umhugsunar um sjálfan mig
  • Gagnlegar leiðbeiningar og skýr framsetning
  • Mjög hnitmiðað og skýrt
  • Tengist vel starfinu
  • Vel sett fram og létt en gagnlegt
  • Kennarinn kunni vel skil á efninu, notaði dæmi og var hvetjandi
  • Framsetningin- tengsl við raunveruleikann gagnorð
  • Samvinna í hópnum- skoðanaskipti
  • Verkfæri til að vinna með
  • Mjög gagnlegt – góð verkfæri
  • Skýr framsetning- styðjandi efni
  • Skýrt og Sigríður frábær
  • Mjög fjölbreytt og gagnlegar upplýsingar
  • Gott fyrir alla til að skerpa á mikilvægum atriðum í samskiptum
  • Vakti til umhugsunar
  • Bent á góðar leiðir til þess að auka samskiptafærni
  • Gott andrúmsloft, áhugavert efni, skemmtilegar umræður
  • Umræður um hvernig þetta snýr að manni sjálfum
  • Bent á auðveldar leiðir til jákvæðari samskipta
  • Sjálfsskoðun og umræður
  • Tók á grundvallaratriðum í daglegu lífi
  • Opnar umræður og hvatning til sjálfsgagnrýni
  • Umræðan um samskipti
  • Mjög gott námskeið í alla staði
  • Stuðningur við það sem maður er að gera í dag og opnaði nýjar víddir
  • Góðar ábendingar sem virka örugglega og ég mun nýta mér
  • Tekin concret dæmi sem hægt er að taka beint í vinnuna
  • Opnar hugann á eigin hegðun og viðhorf
  • Hnitmiðað – lengd fullkomin
  • Mismunandi skoðanir og sögur
  • Léttleikinn, skemmtilegt og mér leið vel
  • Umtal um jákvæðnipunkta og samskipti
  • Fær mann til að hugsa
  • Vel farið yfir allt
  • Tenging við fjölskyldulífið
  • Efnið sjálft, áhugavert og fær mann til að hugsa
  • Praktísk dæmi og umræður um okkar verkefni
  • Ekki “froðutal” bein tenging við raunveruleikann og atvinnulífið