Júlí 2015
WATCH – EN HANDBOK I GRUPPVÄGLEDNING
NU ÖVERSATT TILL SVENSKA
Format: 169×239 mm (G5)
Antal sidor: 154
ISBN: 978-91-981878-2-3
Översättare: Ann-Christine Ringström
Maila din order till order@tremedia.se
Observera! Säljs endast till skolor och företag EJ till privatpersoner. För privatpersoner hänvisas till bokus.com.
Mars 2015
Handbók um hóprágjöf eftir íslenska náms- og starfsráðgjafa gefin út á þremur tungumálum.
WATCH – Handbók um hópráðgjöf
Handbook for Facilitators when Assisting Learners in Groups
WATCH, handbók um hópráðgjöf, er ný útkomin hjá sænska útgáfufélaginu Tremedia. Höfundar hennar eru þrír íslenskir náms- og starfsráðgjafar, þær Anna Sigurðardóttir, ráðgjafi hjá Mími-símenntun og Myndlistaskólanum í Reykjavík og rekur einnig eigið ráðgjafafyrirtæki, Björg J. Birgisdóttir, námsstjóri hjá Listaháskóla Íslands og Sigríður Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá SHJ ráðgjöf.
WATCH handbókin kom fyrst út á ensku árið 2004 sem afurð í stóru Leonardo verkefni. Danska útgáfufélagið Schultz gaf bókina síðan út á dönsku fyrir tveimur árum og nú er bókin einnig komin út á sænsku.
WATCH er ætluð fyrir náms- og starfsráðgjafa og aðra sérfræðinga sem vinna með einstaklingum sem standa á krossgötum í eigin lífi t.d. varðandi nám eða starfsþróun, svo og nemendur sem teljast í brotthvarfshættu úr skóla. Í bókinni eru settar fram 15 hópráðgjafastundir með leiðbeiningum um hvernig unnt er að nýta hópráðgjöf í því skyni að efla árangur, tileinka sér markmiðssetningu o.fl. Höfundar hafa haldið námskeið um hópráðgjöf og inntak bókarinnar víða, meðal annars í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Grikklandi, Slóveníu, Tékklandi og Austurríki.
Tremedia bauð höfundum til Gautaborg um síðustu helgi til að kynna bókina í útgáfuboði sem haldið var fyrir fagaðila í Svíþjóð. Höfundar árituðu yfir 200 eintök, en sala bókarinnar fer mjög vel af stað í Svíþjóð, enda bókin hlotið afar góða dóma bæði í Danmörku og Svíþjóð. WATCH handbókin er kennd í Malmö háskóla, Háskóla íslands og notuð af ráðgjöfum og fagfólki í ýmsum löndum Evrópu.
Hér eru myndir frá Svíþjóð
Sigríður Hulda hefur um árabil tekið þátt í stórum erlendum rannsóknarverkefnum meðal annars á sviði menntaþróunar, stuðnings og forvarna fyrir ungmenni. Einnig hef ég ásamt tveimur námsráðgjöfum þróað stuðningskerfi í hópráðgjöf og gefið út bókina WATCH um hópráðgjöf sem hefur verið þýdd á ensku, dönsku og sænsku.
Erlent samstarf
2010-
2012 Evrópskt rannóknarverkefni IT-Clex stýrt frá Spáni um hópráðgjöf og stuðning við atvinnuleitendur og nemendur í brotthvarfshættu.
2007-
2010 Evrópskt Leonardo da Vinci rannsóknarverkefni RETAIN stýrt frá Svíþjóð, um leiðir til að vinna gegn brotthvarfi ungmenna úr skólakerfinu.
2004-
2007 Þróunarverkefni PPS Leonard da Vinci v/ brottfalls úr námi og stuðnings við nemendur. Umsjón með verkþættinum FPPS þar sem bæjarfélag byggir upp stuðningsnet sérfræðinga til að styrkja unglinga sem talist geta í áhættu varðandi frávikshegðun. Einnig unnið í verkþættinum Risk Detector sem er skimunarpróf sem ætlað er að segja til um nemendur sem eru í brotthvarfshættu frá námi.
2001-
2004 Leonardo da Vinci þróunarverkefnið SPIDERWEB. Stuðningskerfi fyrir nemendur í áhættuhópum og hópráðgjöf.
1997 Evrópskt samstarfsverkefni á vegum Comeníusar, um samþættingu í skólastarfi.