Sérstaklega ætlað fyrir framlínufólk; móttökuritara, sölumenn og afgreiðslufólk.

Fjallað er um lykilatriði í þjónustu almennt. Þjónustulund, samskipti og lausnamiðaða nálgun hvers konar verkefna sem upp koma. Þáttur móttöku í að skapa ímynd fyrirtækis er dreginn fram og rætt um hvaða framkoma hentar á hverjum stað. Unnið er með leiðir til að takast á við erfiða viðskiptavini.

Þátttakendur vinna verkefni sem tengjast m.a. neðangreindum þáttum:

  • Hvernig áhrif hefur þú á hópinn?
  • Hverjir eru þínir styrkleikar?
  • Hvað þarft þú að bæta?
  • Hvernig er góð þjónusta?

Hér getur þú sent skilaboð til mín

Til baka í:

Námskeið í færni á vinnustað
Öll námskeiðin