Lykilfærni í atvinnulífi á 21. öldinni

Kynntir eru þeir þverfaglegu færniþættir sem vinnuveitendur telja mikilvægasta þegar þeir ráða starfsmenn í vinnu á 21. öldinni. Byggt er á nýútkominni meistararannsókn Sigríðar Huldu Jónsdóttur (2013). Fjallað er um áherslur atvinnurekenda á færniþættina, samspil þeirra og tengingu við starfsánægju, styrkleika og trú á eigin færni. Þátttakendur leggja mat á hvort og þá í hve miklum mæli þeir búa yfir lykilfærniþáttum í atvinnulífi á 21. öldinni og hvernig þeir geta aukið gildi sitt sem starfsmenn með því að efla tiltekna færniþætti í eigin fari.

Að takast á við breytingar

Breytingar eru hluti af nútíma vinnuumhverfi. Að geta aðlagast breytingum er einn af lykilfærniþáttum í atvinnulífi 21. aldar. Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem standa frammi fyrir breytingum eða eru að takast á við breytingar í vinnuumhverfi. Farið er yfir hversu mikilvægt er að mæta breytingum með jákvæðum hug og helstu leiðir til að ná tökum á því. Unnið er með þætti eins og viðhorf, eigin túlkun og skýringarstíl á breytingum. Lögð er áhersla á þau tækifæri sem felast í breytingum og mikilvægi þeirrar ákvörðunar að beytingarnar feli í sér nýja möguleika.

Leiðir til að takast á við krefjandi viðskiptavini – gagnlegar vinnusmiðjur

Námskeiðið er byggt upp sem tvær 3 klst. vinnusmiðjur þar sem þátttakendur vinna að markmiðum sínum á vettvangi milli vinnusmiðja. Áhersla er lögð á að þátttakendur tileinki sér nytsamlegar leiðir til að takst á við krefjandi viðskiptavini. Fjallað er um:

 • Greiningu á því hvernig framkoma viðskiptavinar reynist þátttakendum erfiðust og hvers vegna – í hverju felst vandinn?
 • Hvernig þátttakendum er tamt að bregðast við ágengri framkomu og til hvaða árangurs það leiðir – hvað get ég gert til að draga úr vandanum?
 • Styrkleika þátttakenda í ólíkum aðstæðum og möguleika á að yfirfæra styrkleika frá einum aðstæðum yfir í aðrar – vertu sterki aðilinn!
 • Mikilvægi þess að leiða hugann að ástæðum fyrir vandanum t.d. með því að setja sig í spor viðskiptavinarins og sýna honum skilning án þess að samþykkja allt sem hann segir – hvað býr að baki?
 • Ýmsar leiðir til að halda jafnvægi og vera lausnarmiðaður í erfiðum aðstæðum – auktu færni þína, sjálfsaga, sjálfsöryggi og vertu sá sem er flínkur í að tala við alla og taka á málum!
 • Hvernig má á kurteinslega hátt standa fast á sínu, leiða samtalið á yfirvegaðri braut, segja erfiða hluti eða hafna því sem óskað er eftir – sjálfsstyrkur og rósemi!
 • Leiðir til að vernda sjálfan sig gegn ágengum einstaklingum og taka ekki ásakanir persónulega – taktu þetta ekki inn á þig!
 • Kerfjandi viðskiptavini sem áskorun til að þroska eigin samskiptafærni og persónustyrk – reynslubankinn: þú ert alltaf að læra og styrkjast!
 • Markmiðssetningu þar sem þátttakendur skrá niður markmið sín sem þeir vinna að fram að síðari vinnusmiðjunni – auktu færni þína!

Námskeiðið er byggt upp á innlögnum, raunhæfum dæmum, umræðum og markmiða­setn­ingu þátttakenda.

Styrkleikar og starfsánægja

Fjallað er um mikilvægi þess að þekkja eigin styrkleika, byggja á þeim og rækta sjálfan sig. Einkenni þeirra sem náð hafa árangri í verkefnum sínum eru greind og ýmsar leiðir til að ná árangri í ólíkum hlutverkum sem við sinnum daglega. Þátttakendur ræða eigin styrkleika, leiðir til að hlúa að þeim og umgangast sjálfa sig á ábyrgan og uppbyggilegan hátt. Lögð er áhersla á ólík samskiptamynstur, þátttakendur greina eigin framkomu þar sem rætt er um það sem einkennir góð samskipti og hvernig takst má á við algeng vandamál í samskiptum. Lögð er áhersla á gagnlega nálgun þar sem þátttakendur beina sjónum að sínu daglega lífi á uppbyggilegan hátt.

Efnisþættir:

 • Þú berð ábyrgð á eigin tilveru og ert í lykilhlutverk til að breyta henni
 • Byggðu á eigin kostum og temdu þér jákvæðni
 • Láttu hindranir ekki stöðva þig
 • Hugsaðu út fyrir boxið

Lykilatriði til árangurs í hópastarfi / teymisvinnu

Fjallað er um hvað einkennir teymi og mynstur atferlis í hópstarfi. Þátttakendur greina hlutverk sitt í hópastarfi, eigin styrkleika í hóp og tækifæri til að vera sterkari þátttakandi í hópvinnu. Unnið er með mikilvægi þess að setja sig í spor annarra, virða sjónarmiða annarra og leiðir til að miðla málum og fá sameiginlega niðurstöðu. Helstu áskoranir í hópastarfi eru ræddar svo og ávinningur hópastarfs. Hentar sérstaklega vel þar sem markmiðið er að styrkja samvinnu tiltekins hóps eða verið er að auka teymisvinnu. Þátttakendur geta tekið könnun sem greinir hlutverk þeirra í hópastarfi.

Þjónusta, samskipti og símsvörun

Sérstaklega ætlað fyrir framlínufólk; móttökuritara, sölumenn og afgreiðslufólk. Fjallað er um lykilatriði í þjónustu almennt. Þjónustulund, samskipti og lausnamiðaða nálgun hvers konar verkefna sem upp koma. Þáttur móttöku í að skapa ímynd fyrirtækis er dreginn fram og rætt um hvaða framkoma hentar á hverjum stað. Unnið er með leiðir til að takast á við erfiða viðskiptavini.

Þátttakendur vinna verkefni sem tengjast m.a. neðangreindum þáttum:

 • Hvernig áhrif hefur þú á hópinn?
 • Hverjir eru þínir styrkleikar?
 • Hvað þarft þú að bæta?
 • Hvernig er góð þjónusta?

 

Er gaman í vinnunni? Áskoranir og starfsánægja

Vinnan er stór hluti af lífi okkar og vellíðan á vinnustað skiptir máli fyrir lífsgæði okkar almennt. Á námskeiðinu er fjallað um viðhorf til verkefna, vinnustaðarins og vinnufélaga. Rætt er um samskiptahætti, hollustu, tilhlökkun og skipulag verkefna. ,,Hvaða strauma sendir þú frá þér?“ er spurning sem þátttakendur vinna með. Sérstaklega er unnið með hrós og endurgjöf og fleiri leiðir til að hlúa að góðu andrúmslofti / vinnustaðamenningu. Endurteknar breytingar og aukið álag getur komið niður á starfsánægju ef ekki er unnið með líðan og viðhorf starfsmanna. Ánægðir starfsmenn sem hafa metnað fyrir hönd vinnustaðarins skila betra verki og sterk liðsheild gerir lífið skemmtilegra!

Undirbúningur fyrir starfsmannasamtöl

Reglubundin starfsmannasamtöl eru hluti af tengslum yfir- og undirmanna og mikilvægt tæki til endurgjafar. Í starfsmannasamtali geta starfsmenn tjáð sig formlega um stöðu sína og starfssvið og stjórnandinn fer yfir frammistöðu starfsmanns, ræðir leiðir til starfsþróunar og starfsánægju.

Á námskeiðinu er farið ítarlega í undirbúning fyrir starfsmannasamtöl, viðtalsramma, marmkið þeirra og afurð. Starfsmannasamtöl eru kjörin vettvangur til að yfirfara starfslýsingu og ræða hindranir og tækifæri í starfsumhverfi. Farið er yfir hlustun, hvatningu, skýr skilaboð og samtalstækni. Gefin eru nytsamleg ráð til að ræða það sem betur má fara á lausnamiðaðan hátt. Starfmannasamtal er tækifæri til að vinna að betri árangri og vellíðan starfsmanna auk þess sem það treystir tengsl starfsmanns og yfirmanns.

Árangursríkir fundir

Farið er yfir gagnleg atriði varðandi fundi svo sem undirbúning, fundarboð, fjölda, markmið og lengd funda. Í starfsmannakönnunum fyrirtækja er upplýsinga­miðlun einn af þeim þáttum sem starfsmenn telja oft að sé ábótavant. Rætt er um hvaða upplýsingum þarf að miðla og hvernig það er gert, t.d. hvenær fundaformið hentar. Stjórnun á fundum, lýðræðislegt samskiptaform og virðing eru þættir sem skapa jákvætt andrúmsloft og viðhorf gagnvart einstaklingum og hugmyndum sem geta eflt flæði, tengingar og framþróun. Streita, hagsmunagæsla og valdabarátta á fundum getur unnið gegn málefnalegri framþróun.

Sendu mér skilaboð og ég svara þér