Kynntir eru þeir þverfaglegu færniþættir sem vinnuveitendur telja mikilvægasta þegar þeir ráða starfsmenn í vinnu á 21. öldinni. Byggt er á nýútkominni meistararannsókn Sigríðar Huldu Jónsdóttur (2013).

Fjallað er um áherslur atvinnurekenda á færniþættina, samspil þeirra og tengingu við starfsánægju, styrkleika og trú á eigin færni.

Þátttakendur leggja mat á hvort og þá í hve miklum mæli þeir búa yfir lykilfærniþáttum í atvinnulífi á 21. öldinni og hvernig þeir geta aukið gildi sitt sem starfsmenn með því að efla tiltekna færniþætti í eigin fari.

Hér getur þú sent skilaboð til mín

Til baka í:

Námskeið í færni á vinnustað
Öll námskeiðin