Námskeiðið er byggt upp sem tvær 3 klst. vinnusmiðjur þar sem þátttakendur vinna að markmiðum sínum á vettvangi milli vinnusmiðja. Áhersla er lögð á að þátttakendur tileinki sér nytsamlegar leiðir til að takst á við krefjandi viðskiptavini. Fjallað er um:

  • Greiningu á því hvernig framkoma viðskiptavinar reynist þátttakendum erfiðust og hvers vegna – í hverju felst vandinn?
  • Hvernig þátttakendum er tamt að bregðast við ágengri framkomu og til hvaða árangurs það leiðir – hvað get ég gert til að draga úr vandanum?
  • Styrkleika þátttakenda í ólíkum aðstæðum og möguleika á að yfirfæra styrkleika frá einum aðstæðum yfir í aðrar – vertu sterki aðilinn!
  • Mikilvægi þess að leiða hugann að ástæðum fyrir vandanum t.d. með því að setja sig í spor viðskiptavinarins og sýna honum skilning án þess að samþykkja allt sem hann segir – hvað býr að baki?
  • Ýmsar leiðir til að halda jafnvægi og vera lausnarmiðaður í erfiðum aðstæðum – auktu færni þína, sjálfsaga, sjálfsöryggi og vertu sá sem er flínkur í að tala við alla og taka á málum!
  • Hvernig má á kurteinslega hátt standa fast á sínu, leiða samtalið á yfirvegaðri braut, segja erfiða hluti eða hafna því sem óskað er eftir – sjálfsstyrkur og rósemi!
  • Leiðir til að vernda sjálfan sig gegn ágengum einstaklingum og taka ekki ásakanir persónulega – taktu þetta ekki inn á þig!
  • Kerfjandi viðskiptavini sem áskorun til að þroska eigin samskiptafærni og persónustyrk – reynslubankinn: þú ert alltaf að læra og styrkjast!
  • Markmiðssetningu þar sem þátttakendur skrá niður markmið sín sem þeir vinna að fram að síðari vinnusmiðjunni – auktu færni þína!

Námskeiðið er byggt upp á innlögnum, raunhæfum dæmum, umræðum og markmiða­setn­ingu þátttakenda.

Hér getur þú sent skilaboð til mín

Til baka í:

Námskeið í færni á vinnustað
Öll námskeiðin