Breytingar eru hluti af nútíma vinnuumhverfi. Að geta aðlagast breytingum er einn af lykilfærniþáttum í atvinnulífi 21. aldar.

Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem standa frammi fyrir breytingum eða eru að takast á við breytingar í vinnuumhverfi. Farið er yfir hversu mikilvægt er að mæta breytingum með jákvæðum hug og helstu leiðir til að ná tökum á því. Unnið er með þætti eins og viðhorf, eigin túlkun og skýringarstíl á breytingum.

Lögð er áhersla á þau tækifæri sem felast í breytingum og mikilvægi þeirrar ákvörðunar að beytingarnar feli í sér nýja möguleika.

Hér getur þú sent skilaboð til mín

Til baka í:

Námskeið í færni á vinnustað
Öll námskeiðin