fbpx

Um er að ræða tvær útgáfur af þessu námskeið. Annars vegar er námskeið fyrir starfsmenn sem ekki eru með mannaforráð og hins vegar fyrir stjórnendur með mannaforráð og er þá farið í leiðréttingarsamtöl við starfsmenn, leiðir til að breyta hegðun starfsmanna, samskipti við undirmenn o.fl.

Góð samskiptafærni er gríðarlega mikilvæg og getur skipt sköpum varðandi farsæld í starfi og einkalífi.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur átti sig á eigin samskipta­mynstrum. Hver og einn kortleggur hvað er gagnlegt og árangursríkt í samskiptastíl viðkomandi og hvað mætti betur fara. Á námskeiðinu þurfa þátttakendur að líta í eiginn barm og setja sér markmið varðandi eigin samskiptaaðferðir í því skyni að ná betri árangri og aukinni ánægju.

Sérstaklega er farið yfir vænlegar leiðir til að ná fram breytingum í samskiptamynstrum, samvinnu í hóp og ólíkum samskiptastílum. Farið er yfir þessi atriði á námskeiðinu auk þess sem þátttakendur vinna verkefni.

Hér getur þú sent skilaboð til mín

Námskeið í samskiptafærni í leik og starfi
Öll námskeiðin

%d bloggers like this: