Farið er yfir gagnleg atriði varðandi fundi svo sem undirbúning, fundarboð, fjölda, markmið og lengd funda.
Í starfsmannakönnunum fyrirtækja er upplýsingamiðlun einn af þeim þáttum sem starfsmenn telja oft að sé ábótavant. Rætt er um hvaða upplýsingum þarf að miðla og hvernig það er gert, t.d. hvenær fundaformið hentar.
Stjórnun á fundum, lýðræðislegt samskiptaform og virðing eru þættir sem skapa jákvætt andrúmsloft og viðhorf gagnvart einstaklingum og hugmyndum sem geta eflt flæði, tengingar og framþróun. Streita, hagsmunagæsla og valdabarátta á fundum getur unnið gegn málefnalegri framþróun.
Hér getur þú sent skilaboð til mín
Til baka í: