Vertu tilbúin/n til að takast á við breytingar.

Örar breytingar eru hluti af nútíma vinnuumhverfi og því skiptir miklu máli að geta tekist á við þær. Námskeiðið er ætlað þeim sem standa frammi fyrir breytingum, eru í breytingaferli eða að takast á við eftirmála breytinga. Námskeiðið gagnast einnig þeim sem standa að innleiðingu breytinga þó það fjalli mest megnis um ástæður og eðli breytinga og mikilvægi þess að takast á við þær með vaxandi nálgun.

Unnið er með þætti eins og viðmót og eigin túlkun. Tækifæri geta falist í breytingum og getur jákvætt viðhorf gagnvart þeim falið í sér nýja og spennandi möguleika.

Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta sem eru:
• Þróun atvinnulífs á 21 öldinni/fjórða iðnbyltingin
• Ferli breytinga
• Lykilatriði til að takast á við breytingar

Markmið
• Skilja og þekkja ferli breytinga
• Þekkja aðferðir og leiðir til að takast á við breytingar
• Geta valið og hagnýtt þau verkfæri sem kynnt eru til að takast á við breytingar

Lengd 3-4 klst.

Ummæli þátttakanda um námskeiðið:
Sigríður Hulda er mjög skipulögð og frábær leiðbeinandi.
Einstaklega hagnýtt, yfirgripsmikið og mjög faglegt –ég græddi mikið á þessu námskeiði og fer með nýjar hugmyndir og miklu sterkari til að takast á við krefjandi breytingar sem standa yfir á mínum vinnustað.
Frábært námskeið sem hitti beint í mark og er miðlað af þekkingu og fagmennsku. Maður fer út af 3ja tíma námskeiði með fullt af góðum verkfærum.
Takk fyrir mig!

Námskeið SHJ ráðgjafar eru fagleg, hagnýt og vekjandi

Hér getur þú sent skilaboð til mín