Námskeiðið byggir á tíu þrepum og eru sótt í geðorðin tíu. Unnið er með hvert þrep og þátttakendur tengja hvert þrep eigin persónu og lífsstíl.
Þáttakendur vinna einstaklingsverkefni og í hópum og gera að lokum skrifleg markmið/áætlun þar sem þeir velja sér geðorð sem þeir ætla að „innleiða“ í líf sitt í leik og starfi.
Geðorðin eru byggð á því sem einkennir farsælt fólk og eru þannig ábendingar til þeirra sem sækjast eftir velgengni og vellíðan í lífinu. Geðorðunum hefur verið dreift víða um land á undanförnum árum á veggspjöldum og póstkortum.
Geðorðin 10
- Hugsaðu jákvætt, það er léttara
- Hlúðu að því sem þér þykir vænt um
- Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir
- Lærðu af mistökum þínum
- Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina
- Flæktu ekki líf þitt að óþörfu
- Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig
- Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup
- Finndu og ræktaðu hæfileika þína
- Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast
Hér getur þú sent skilaboð til mín
Til baka í: