Fjallað er um þverfaglega færniþætti sem horft er til í atvinnulífi og stjórnun á 21. öldinni. Hvernig þessir þættir birtast í daglegum störfum stjórnenda svo sem við starfsmannahald, stefnumótun, starfsmannaval, samsetningu og virkni hópa. Rætt er um leiðir stjórnenda til að efla framleiðni, árangur og starfsánægju starfsmanna sinna og liðsheilda.

Þátttakendur leggja mat á hvernig þeir nýta tiltekna færniþætti og hvernig þeir geta aukið hæfni sína með því að efla ákveðna þætti í eigin stjórnunarstíl. Umræðan er tengd við styrkleika, áskoranir og sóknarfæri í samskiptum við undirmenn og almennt í stjórnunarhlutverkinu.

Einnig eru kynntar aðferðir til að ná fram breytingum í samskiptamynstri, viðhorfi, vinnuframlagi og samvinnu. Námskeiðið samanstendur af innlögn, umræðum, hóp- og einstaklingsverkefnum. Þátttakendur setja sér markmið í lok námskeiðs.

,,Alveg  frábært námskeið, mjög áhugavert og hagnýtt. Margir punktar sem ég nýtti mér strax sem stjórnandi, tíminn leið hratt og þetta var skemmtilegt.
Flottur fyrirlesari með mikla reynslu, hún veit hvað  hún syngur.“

Stjórnandi hjá Arion banka.

Hér getur þú sent skilaboð til mín