Í nútímasamfélagi er nauðsynlegt að átta sig á daglegum áreitum í lífi okkar, geta notið þeirra eða tekist á við þau þannig að lífsgæði okkar aukist. Í álagi felast oft tækifæri til vaxtar en álagstímabil má ekki verða að lífsstíl.
Þátttakendur námskeiðsins gera verkefni til að auka sjálfsþekkingu sína, greina áreiti í eigin lífi og átta sig á eigin viðbrögðum við álagi. Leiðir til að forgangsraða og viðhalda jafnvægi í daglegum verkefnum jafnt sem á álagstímum eru ræddar ásamt heppilegum næringarlindum og bjargráðum á álagstímabilum.
Fjallað er um jákvæða hugsun, eigin viðhorf og lífshætti án steitu. Slökunaræfing.
Efnsiþættir:
- Sjálfsþekking
- Sköpun tækifæra
- Einkenni álags
- Viðbrögð við álagi
- Fullkomnunarárátta
- Jákvæð hugsun og viðhorf til álags
- Álagstímabili – lífsstíll
Hér getur þú sent skilaboð til mín
Til baka í: