Hagnýt fræðsla fyrir vinnustaði og hópa
Markmið:
- Að skilja hvað átt er við þegar talað er um þrautseigju og hvað hugtakið felur í sér.
- Að þekkja aðferðir og leiðir til að efla þrautseigju.
- Að getað beitt þeim verkfærum sem þeir fá í hendur á námskeiðinu til að efla þrautseigju.
- Að þekkja hvernig starfs- og lífsánægja tengist.
- Að læra hagnýtar leiðir til að taka ábyrgð á eigin ánægju/vellíðan.
Örar breytingar eru hluti af nútíma vinnuumhverfi og að geta aðlagast breytingum og tileinkað sér þrautseigju er talinn vera einn af lykilfærniþáttum í atvinnulífinu.
Hugtakið þrautseigja er notað til að skilgreina þá hæfni sem einstaklingur beitir þegar hann mætir mótlæti í lífinu.
Þrautseigja einkennist af styrk, staðfestu og úthaldi til að takast á við áskoranir og krefjandi breytinga.
Fjallað verður um hvernig við túlkum og bregðumst við því sem hendir okkur og hvernig þjálfa má og efla þrautseigju með því að hafa áhrif á þessa þætti.
Einnig er farið yfir lykilþætti í starfsánægju. Sérstaklega fjallað um hvernig starfs- og lífsánægja tengist og hagnýtar leiðir til að taka ábyrgð á eigin ánægju/vellíðan í leik og starfi.
SHJ ráðgjöf – hagnýtt – faglegt – vekjandi
Fræðslan er sniðin að þörfum verkkaupa hverju sinni og lögð rík áhersla á að þátttakendur tengi efnið við eigin raunveruleika; áskoranir, vaxtarmöguleika og lífsgæði.