Að brotna ekki heldur rísa upp öflugri en fyrr

  • Þrautseigju er hægt að efla og rækta með sér sem eykur hæfni til að takast á við breytingar, álag og áföll í starfi og einkalífi. Að geta aðlagast breytingum og tileinkað sér þrautseigju er talinn vera einn af lykilfærniþáttum í atvinnulífinu. Auk þess styður þrautseigja við betri lífsgæði á tímum álags og erfiðleika.
  • Hugtakið þrautseigja er notað til að skilgreina þá hæfni sem einstaklingur beitir þegar hann mætir mótlæti í lífinu.
  • Fjallað verður um hvernig við túlkum og bregðumst við því sem hendir okkur og hvernig þjálfa má og efla þrautseigju.

Á námskeiðinu er farið yfir:

  • Helstu skilgreiningar á þrautseigju
  • Helstu þætti þrautseigju og hvernig hún birtist í daglegu lífi
  • Hagnýtar leiðir til að efla og rækta með sér þautseigju í daglegu lífi og vinnuumhverfi (megin áhersla námskeiðsins)

Ummæli þátttakanda um námskeiðið:
,,Frábær kennari, fagleg og skemmtileg”.
,,Eitt besta og gagnlegasta námskeið sem ég hef farið á og eru þau nú ansi mörg”.
,,Hagnýtt bæði fyrir vinnuna hjá mér þar sem eru breytingar og lífið sjálft, auk þess skemmtilegt .”

Námskeið SHJ ráðgjafar eru fagleg, hagnýt og vekjandi

Hér getur þú sent skilaboð til mín