Reglubundin starfsmannasamtöl eru hluti af tengslum yfir- og undirmanna og mikilvægt tæki til endurgjafar. Í starfsmannasamtali geta starfsmenn tjáð sig formlega um stöðu sína og starfssvið og stjórnandinn fer yfir frammistöðu starfsmanns, ræðir leiðir til starfsþróunar og starfsánægju.
Á námskeiðinu er farið ítarlega í undirbúning fyrir starfsmannasamtöl, viðtalsramma, marmkið þeirra og afurð. Starfsmannasamtöl eru kjörin vettvangur til að yfirfara starfslýsingu og ræða hindranir og tækifæri í starfsumhverfi. Farið er yfir hlustun, hvatningu, skýr skilaboð og samtalstækni.Gefin eru nytsamleg ráð til að ræða það sem betur má fara á lausnamiðaðan hátt.
Starfmannasamtal er tækifæri til að vinna að betri árangri og vellíðan starfsmanna auk þess sem það treystir tengsl starfsmanns og yfirmanns.
Hér getur þú sent skilaboð til mín
Til baka í: