Hagnýt fræðsla fyrir vinnustaði og hópa

SHJ ráðgjöf býður upp á rafræna og/eða staðbundna fræðslu (námskeið) þar sem farið er á hagnýtan hátt yfir leiðir til að styðja við jákvæða vinnustaðamenningu, vellíðan og árangur. Einnig er fjallað um helstu áskoranir og tækifæri sem felast í netsamskiptum, heimavinnu, eigin viðhorfum og því að takast á við óvissu.

Meðal efnisþátta:.

  • Lykilþættir vellíðunar og jákvæðrar vinnustaðamenningar.
  • Að takast á við breytingar og óvissu.
  • Fjarsamskipti  – hvað er mikilvægt og  hvað þarf að varast?
  • Eigið viðhorf, val og venjur.
  • Að vinna heima –  áskoranir og gæði.
  • Gott dagsskipulag – hvað felst í  því?
  • Samskipti við nýjar aðstæður; öryggi, félagsskapur.
  • Hvernig er hægt að efla eigin þrautseigju og seiglu?

,,Frábær fyrirlestur. Vel farið yfir áskoranir og hvernig best er að takast á við þessa flóknu stöðu.“ Stefán Eiríksson útvarpsstjóri RÚV

,,Afar gagnleg efnistök og hagnýt samskiptaráð fyrir starfsfólk á krefjandi tímum. Fengum mjög jákvæð viðbrögð frá okkar starfsmönnum eftir þetta erindi.“ Hildur Sigurðardóttir, mannauðsstjóri RÚV

SHJ ráðgjöf – hagnýtt – faglegt –  vekjandi

Fræðslan er sniðin að þörfum verkkaupa hverju sinni og lögð rík áhersla á að þátttakendur tengi efnið við eigin raunveruleika; áskoranir, vaxtarmöguleika og lífsgæði.