Að hitta Nelson Mandela árið 2005 var einstök upplifun. Ég fór ásamt eiginmanni mínum í litla kirkju í Soweto, Jóhannesarborg. Kirkjan var troðfull af syngjandi blökkufólki og andrúmsloftið magnað. Það var verið að taka til altaris og við fórum með staumnum.

Þegar við komum að altarinu þá sat Mandela á fremsta bekk. Ég ákvað strax að ég ætlaði að tala við hann þegar ég kæmi frá altarinu og gekk beint til hans. Við áttum orðaskipti og það var sterk uplifun.

Hann spurði strax hvaðan við værum og sýndi því mikinn áhuga að við værum frá Íslandi. Á þennan hógværa hátt snýr hann stöðunni þannig að það sé áhugavert fyrir hann að hitta okkur. Þetta voru magnaðar mínútur og ég skynjaði vel auðmýktina, en um leið kraftinn og friðinn sem fylgir honum.

Þetta varð til þess að ég kynnti mér líf hans vel, fór á sögufræga staði í Afríku sem tengjast honum og las mikið um hann.

,,Fangelsi er spurning um hugarástand“ segir Mandela.

Þar erum við komin að kjarnanum sem snýr að því hve mikilvægt það er að vera meðvitaður um eigin hugsanir. Listin að stýra því að neikvæðar og niðurrífandi hugsanir nái ekki tökum á manni er krefjandi, en um leið er gefandi að efla jákvæðar hugsanir sigurvegarans.

Sigríður Hulda Jónsdóttir
SHJ ráðgjöf

Nelson Mandela

Skilaboð

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.